Fréttir

Mánudagshópar nr 305 og 306 Námskeiðahaldi er því miður frestað um óákveðinn tíma. Þetta eru mánudagshópar hjá Þórhildi sem byrjuðu 10. febrúar og 7. tími var áætlun á morgun 23. marz. Bestu kveðjur til ykkar og munið eftir að æfa hundana daglega – Hundalíf er betra líf.

Námskeiðahald í þessari viku 16. 17. og 18. marz hjá Þórhildi

Mánudagur: Hvolpa/grunnnámskeið – það er ágætis spá fyrir daginn og við munum halda áætlun en vera úti allan tíma og halda góðu bili á milli okkar. Þriðjudagur: Rallý námskeið – hópnum verður skipt upp þannig að það verða færri í hvorum hóp. Mæta með hanska og spritt. Miðvikudagur: Hvolpa/grunnnámskeið – próf – hópnum kl 18.30 …

Ný námskeið í marz – breyting

Áætlun okkar gerði ráð fyrir að ný námskeið í hundaskólanum Hundalíf myndu hefjast 24. og 25. marz. Þeim námskeiðum verður frestað um óákveðin tíma og verða allavega ekki fyrr en eftir páska. Með kveðju Albert Steingrímsson og Þórhildur Bjartmarz