Staðan í námskeiðahaldi hjá okkur er þannig að öll pláss eru frátekin nú í janúar. Þá eru öll pláss frátekin í næstu lotu þ.e.a.s. á námskeiðum, hvolpa og hlýðni sem eru á áætlun um miðjan marz.
Námskeið janúar til marz 2021
Öll námskeið eru fullbókuð og ekki verður tekið við fleiri skráningum á biðlista
Námskeiðahald okt. nóv. des
Eins og annarstaðar í þjóðfélaginu hefur Covid-19 truflað talsvert starfsemi okkar. Enn og aftur erum við á eftir áætlun með námskeiðin sem eru í gangi núna og því einnig á eftir áætlun með ný námskeið sem áttu að byrja um miðjan okt. Við munum reyna að koma þeim nemendum sem eiga frátekin pláss á námskeið eins fljótt og kostur er.
ATH! Ekki verður tekið við fleiri skráningum á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir áramót. Ef það breytist verða laus pláss auglýst á þessari síðu.
Albert og Þórhildur
Frestum öllum námskeiðum í hundaskólanum frá 7. okt
Við í Hundalíf erum hundhlýðnin og fylgjum tilmælum sem ríkislögreglustjóri hefur beint til íbúa höfuðborgarsvæðisins sem eru m.a:
Viðburðahaldarar eru hvattir til að fresta þeim viðburðum sem eiga að fara fram næstu tvær vikur… jógahópar, gönguhópar, kórar og hjólahópar, sem dæmi, geri hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur.
Okkur þykir leitt að tilkynna að öll starfsemi hundaskólans fellur niður í tvær vikur frá og með morgundeginum 7. okt.Nemendur eru hvattir til að æfa vel heima og eiga góða daga í samvistum við hundinn/hundana sína
Hlýðninámskeið byrjar þriðjudaginn 18. ágúst kl 20
Albert byrjar með hlýðninámskeið sem verður á þriðjudögum kl 20. Það er langur biðlisti og því miður komast ekki allir að sem bíða. Við munum reyna að bjóða fleiri framhaldsnámskeið nú í haust og tæma biðlista. Verðið er 32,000
Hvolpa/grunnnámskeið hjá Þórhildi byrjar 19. ágúst
Ný hvolpa/grunnnámskeið byrja hjá Þórhildi miðvikudaginn 19. ágúst. Kennt verður 7 miðvikudaga og 3 þriðjudaga kl 18,30 og annar hópur kl 20 – verð á námskeiðum er 32,000. Öll pláss eru frátekin
Hópar nr 313 og 314 á hvolpanámskeiði hjá Þórhildi
Hópar 313 og 314 mæta aftur eftir sumarfrí mánudaginn 17. ágúst á Smiðjuveginn
Hvolpa/grunnnámskeið byrja hjá Alberti 18. ágúst
Albert byrjar með ný námskeið þriðjudaginn 18. ágúst kl 18,30 –
Öll pláss eru frátekin
Hvolpa/grunnnámskeið í Þorlákshöfn byrjar 18. ágúst
Kennt verður 8 þriðjudagar og 2 fimmtudaga kl. 18.30
Kennsluáætlun:
1 tími þriðjudagur 18 ágúst
2 tími þriðjudagur 25 ágúst
3 tími þriðjudagur 01 september
4 tími þriðjudagur 08 september
5 tími fimmtudagur 10 sept.
6 tími þriðjudagur 15 sept.
7 tími þriðjudagur 22 sept.
8 tími þriðjudagur 29 sept.
9 tími þriðjudagur 06 okt.
10 tími fimmtudagur 08 okt.
Brynhildur Inga Einarsdóttir, hundaþjálfari s. 8931455
reykjadals@gmail.com
Verð á námskeiði er 32.000
Tökum ekki við fleiri skráningum
Því miður erum við búin að loka fyrir allar skráningar í bili eða þar til biðlistar tæmast. Við erum enn á eftir áætlun v. Covid og þurfum að vinna upp þær skráningar sem liggja fyrir áður en tekið verður við skráningum aftur. Gildir bæði fyrir hvolpa og hlýðninámskeið.