Hvolpa-grunnnámskeið byrjar 11. maí hjá Þórhildi

Þórhildur byrjar næst með hvolpa/grunnámskeið 11. maí kl 18,30 og 20. Námskeiðið stendur yfir til 6. júlí. Haft verður samband við þá sem eru á biðlista varðandi pláss. Kennsluáætlun: 11/5 – 18/5 – 25/5 – 2/6 (þriðjudagur) – 8/6 – 15/6 – 22/6 – 29/6 – 6/7

Öll pláss eru frátekin – ef einhver pláss losna þá verða þau auglýst síðar

Næsta námskeið hjá Þórhildi verður 22. apríl

Námskeið 22. apríl 2020

Þórhildur byjar með nýtt hvolpa- grunnnámskeið miðvikudaginn 22. apríl nk með breyttu fyrirkomulagi sem er að:

Aðeins verða 4 hundar í hverjum hópi kl 18, 19 og 20 og hver tími í ca 50 mín.

Hverjum hundi fylgir aðeins einn aðili og kennslan miðast við að það að ávalt séu 2 metrar á milli allra aðila þeas þátttakenda og leiðbeinenda.

Það er ljóst að þetta fyrirkomulag breytir kennslunni mikið í skólanum en við reynum að laga okkur eins vel og við getum að  þessu nýja fyrirkomulagi.

Haft verður samband við þá sem skráðir voru á biðlista á marz-námskeiðin á allra næstu dögum

Verð fyrir 10 skipti er 32.000

Áætlaðir kennsludagar eru: 22/4-29/4-6/5-13/5-20/5-27/5-3/6-10/6-16/6-24/6

Þórhildur Bjartmarz hundalif@hundalif.is s. 892-5757

Mánudagshópar nr 305 og 306

Námskeiðahaldi er því miður frestað um óákveðinn tíma.

Þetta eru mánudagshópar hjá Þórhildi sem byrjuðu 10. febrúar og 7. tími var áætlun á morgun 23. marz.

Bestu kveðjur til ykkar og munið eftir að æfa hundana daglega –

Hundalíf er betra líf.

Námskeiðahald í þessari viku 16. 17. og 18. marz hjá Þórhildi

Mánudagur: Hvolpa/grunnnámskeið – það er ágætis spá fyrir daginn og við munum halda áætlun en vera úti allan tíma og halda góðu bili á milli okkar.

Þriðjudagur: Rallý námskeið – hópnum verður skipt upp þannig að það verða færri í hvorum hóp. Mæta með hanska og spritt.

Miðvikudagur: Hvolpa/grunnnámskeið – próf – hópnum kl 18.30 verður skipt í tvo hópa – annar mætir kl 17.30 og hinn kl 18.30 – hópur kl 20 heldur áætlun.

Ef einhver sem vill vegna sérstakra aðstæðna fá að mæta utan þessara tíma þá vinsamlegast hafið samband

Ný námskeið í marz – breyting

Áætlun okkar gerði ráð fyrir að ný námskeið í hundaskólanum Hundalíf myndu hefjast 24. og 25. marz. Þeim námskeiðum verður frestað um óákveðin tíma og verða allavega ekki fyrr en eftir páska. Með kveðju Albert Steingrímsson og Þórhildur Bjartmarz