Hlutaleit
Krafa: Að hundurinn hafi lokið grunnnámskeiði. Hann kunni að sækja og skila og hafi gott innkall
Námskeiðið fer fram á graslendi á Stór-Reykjavíkursvæðinu
Hvert námskeið er 5 skipti
Hundurinn er sendur út í ákveðinn ramma þar sem hann á að finna hluti sem hafa verið lagðir út fyrir hann
Mismunandi er hversu fljótt hundar sýna færni í þessari leit en flestir hundar þurfa fleiri en eitt námskeið til að verða tilbúnir í keppni
Eftir 5 skipti er stjórnandi fær um að æfa hundinn án hjálparmanns og það fer eftir færni stjórnandans hversu langt hundurinn kemst í æfingarferlinu
Í keppni á samkvæmt reglum NKK norsk kennel klubb hundurinn að finna 4 hluti í ramma sem er 50 x 50 metrar
Þetta er skemmtileg vinna fyrir alla hunda. Nokkrir hundar hafa tekið þátt í æfingum í hlutaleit hér á landi s.s. schäfer, golden retriever, labrador retriever, border terrier, snauzer,
border collie og síðast en ekki síst íslenskur fjárhundur sem hefur sýnt mikla hæfileika í þessari vinnu.
Frábært sport fyrir alla hunda sem kunna að sækja og skila.