Námskeiðahald í þessari viku 16. 17. og 18. marz hjá Þórhildi

Mánudagur: Hvolpa/grunnnámskeið – það er ágætis spá fyrir daginn og við munum halda áætlun en vera úti allan tíma og halda góðu bili á milli okkar.

Þriðjudagur: Rallý námskeið – hópnum verður skipt upp þannig að það verða færri í hvorum hóp. Mæta með hanska og spritt.

Miðvikudagur: Hvolpa/grunnnámskeið – próf – hópnum kl 18.30 verður skipt í tvo hópa – annar mætir kl 17.30 og hinn kl 18.30 – hópur kl 20 heldur áætlun.

Ef einhver sem vill vegna sérstakra aðstæðna fá að mæta utan þessara tíma þá vinsamlegast hafið samband