Næsta námskeið hjá Þórhildi verður 22. apríl

Námskeið 22. apríl 2020

Þórhildur byjar með nýtt hvolpa- grunnnámskeið miðvikudaginn 22. apríl nk með breyttu fyrirkomulagi sem er að:

Aðeins verða 4 hundar í hverjum hópi kl 18, 19 og 20 og hver tími í ca 50 mín.

Hverjum hundi fylgir aðeins einn aðili og kennslan miðast við að það að ávalt séu 2 metrar á milli allra aðila þeas þátttakenda og leiðbeinenda.

Það er ljóst að þetta fyrirkomulag breytir kennslunni mikið í skólanum en við reynum að laga okkur eins vel og við getum að  þessu nýja fyrirkomulagi.

Haft verður samband við þá sem skráðir voru á biðlista á marz-námskeiðin á allra næstu dögum

Verð fyrir 10 skipti er 32.000

Áætlaðir kennsludagar eru: 22/4-29/4-6/5-13/5-20/5-27/5-3/6-10/6-16/6-24/6

Þórhildur Bjartmarz hundalif@hundalif.is s. 892-5757