Námskeiðahald okt. nóv. des

Eins og annarstaðar í þjóðfélaginu hefur Covid-19 truflað talsvert starfsemi okkar. Enn og aftur erum við á eftir áætlun með námskeiðin sem eru í gangi núna og því einnig á eftir áætlun með ný námskeið sem áttu að byrja um miðjan okt. Við munum reyna að koma þeim nemendum sem eiga frátekin pláss á námskeið eins fljótt og kostur er.

ATH! Ekki verður tekið við fleiri skráningum á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir áramót. Ef það breytist verða laus pláss auglýst á þessari síðu.

Albert og Þórhildur