Námskeiðahald framundan

Næstu námskeið byrja í marz og er fullbókað í alla hópa. Þegar þeim námskeiðum lýkur ætlum við að taka inn framhaldshópa sem hafa verið á bið allt síðasta ár. Því höfum við lokað fyrir skráningar á biðlista þar til staðan verður endurmetin í maí. Tugir tölvupósta berast nú í hverri viku og þykir okkur leitt að geta ekki boðið þeim sem vilja námskeið en því miður önnum við ekki eftirspurn. Albert Steingrímsson og Þórhildur Bjartmarz