Mikil aðsókn hefur verið á hvolpanámskeið undanfarin misseri og allt fullbókað til mánaðarmóta júní-júlí. Námskeiðahald hefst svo aftur eftir sumarfrí um 20. ágúst
Hlýðninámskeið
Þeir sem hafa verið á biðlista hjá okkur fyrir hlýðninámskeið er bent á að hafa samband við Albert; albert@dyrheimar.is og skrá sig. Hvolpanámskeiðin hafa tekið lengri tíma en áætlun gerði ráð fyrir vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna
Rallý námskeið í næstu viku
Ný Rallý námskeið byrja 1. febrúar. Eigum tvö laus pláss í framhaldshópi sem verður eitt þriðjudagskvöld og fjögur fimmtudagskvöld kl 20. Verð 20.000. Kennslan fer fram í reiðskemmu í Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar; hundalif@hundalif.is eða í skilaboðum
Leiðbeinendur Erna S. Ómarsdóttir og Þórhildur Bjartmarz
Rallý námskeið í febrúar
Örfá pláss laus á Rallý framhaldsnámskeiði í febrúar – námskeiðið verður í fimm skipti á fimmtudagskvöldum kl 20 – upplýsingar og skráning; hundalif@hundalif.is
Hvolpanámskeið janúar-marz
Öll pláss eru frátekin á hvolpanámskeiðum sem byrja í janúar, febrúar og marz
Hvolpa/grunnnámskeið hefst mánudaginn 10. janúar hjá Þórhildi
Kennsluáætlun gerir ráð fyrir tímum tvisvar í viku á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl 18,30 og/eða kl 20. Verð 32.000
Fullbókað er í þessa hópa
Þórhildur hundalif@hundalif.is
Rallý-námskeið í febrúar
Námskeiðið verður fimmtudagana 3. 10. 17. og 24. febrúar í Blíðubakka Mosfellsbæ.
Byrjendahópur kl 19
Framhaldshópur kl 20
Kynningartími verður þriðjudaginn 1. febrúar í húsnæði Hundalífs Kópavogi
Verð: 20,000
skráning: hundalif@hundalif.is
Rallý-námskeið framhaldshópur 4. janúar
Námskeiðið hefst með kynningu þriðjudaginn 4. janúar kl 20 í húsnæði Hundalífs, Smiðjuvegi 9
Þar á eftir verða 4 verklegir tímar í reiðskemmunni Blíðubakka í Mosfellsbæ – þetta eru fimmtudagarnir 6. 13. 20. 27. janúar kl 20. Verðið er 20,000
Leiðbeinendur eru Þórhildur Bjartmarz og Erna S. Ómarsdóttir
Fullbókað er á þetta námskeið
Fyrsta Rallý-námskeiðið ársins 2022 byrjar 4. janúar
Námskeiðið hefst með kynningartíma þriðjudaginn 4. janúar kl 19 í húsnæði Hundalífs, Smiðjuvegi 9
Þar á eftir verða 4 verklegir tímar í reiðskemmunni Blíðubakka í Mosfellsbæ – þetta eru fimmtudagarnir 6. 13. 20. 27. janúar kl 19. Verðið er 20,000
Leiðbeinendur eru Þórhildur Bjartmarz og Erna S. Ómarsdóttir
Fullbókað er á þetta námskeið
Jólafrí 20.des til 4. janúar
Síðasti kennsludagur á þessu ári verður mánudaginn 20. des. Námskeiðahald hefst aftur hjá Þórhildi þriðjudaginn 4. janúar með Rallý námskeiði en hvolpanámskeiðin byrja mánudaginn 10. janúar. Fullbókað er á þessi námskeið