Brynhildur Inga Einarsdóttir

Brynhildur Inga Einarsdóttir

– Eignaðist minn fyrsta hund 1974

– Byrjaði að aðstoða við kennslu 1991

– Var leiðbeinandi hjá Hundaskóla HRFÍ frá 1993 til 1998

– Hef réttindi frá HRFÍ til að mennta leiðbeinendur í grunnfræðslu og uppeldi hvolpa og unghunda

– Hef próf í grunnþjálfun hunda frá SMYG, Svíþjóð

Ég hef mikla reynslu í að umgangast dýr, var m.a. kúa- og fjárbóndi á Snæfellsnesi frá 1998 til 2005.

Ég hef einnig átt smáhund (blending) og golden retriever hunda

Ræktunarnafn mitt er Reykjadals. Ég hef verið með tvö golden retriever got og fimm got frá íslenskum fjárhundum.

Ég hef sérstaklega gaman af hvolpum og þjálfun þeirra og ég vona að sem flestir mæti með hvolpa sína á námskeið. Því lykillinn að góðu uppeldi og hamingjusömum hundi er skilningur á eðli hans og tjáningarformi.