Hlýðninámskeið II
Krafa: að stjórnandinn og hundurinn hafi lokið hlýðninámskeiði I með góðum árangri
Námskeiðið stendur yfir í u.þ.b. 10 vikur
Lögð er áhersla á vinnugleði og samstarfsvilja
Farið er þær æfingar sem prófað er í, í hlýðni II vinnuhundaprófum samkvæmt reglum norska kennel klúbbsins NKK
Æfingar á hlýðninámseiði II eru m.a:
laus við hæl
leggjast á göngu
standa á göngu
innkall og standa
sækja og skila
senda hundinn yfir hindrun
fjarlægðarstjórnun
liggja í hóp með öðrum hundum
Hlýðnistig II er mun erfiðara en hlýðnistig I. Mikið er lagt upp úr nákvæmni og góðri ástundun bæði í tímum og heima fyrir. Hér reynir virkilega á færni stjórnanda hunds.