Hvolpanámskeið

Grunnnámskeið

– Grunnnámskeið er byrjendanámskeið fyrir alla hvolpa/hunda

– námskeiðið stendur yfir í u.þ.b. 10 vikur

– kennslan fer fram í Kópavogi – 8 skipti

– 2 skipti á öðrum svæðum í umhverfis- og innkallsþjálfun

– farið er í grunnæfingar s.s. innkall, sitja, liggja og standa

– ýmislegt fleira s.s. augnsamband, nei og gjörðu svo vel

– kennslan er miðuð hverju sinni við aldur og þroska hvolpa/hunda

– á grunnnámskeiði eru 6 hvolpar/hundar saman í hóp

Í fyrsta sinn mæta þátttakendur á kynningarfund (ca. 1-2 kls) án hvolpa/hunda

Eftir kynningarfund tekur við almenn kennsla sem er bæði verkleg þjálfun utandyra og svo inni þar sem fer fram fræðsla um eðli hunda, reglugerðir um hundahald og ýmislegt fleira.