Spor II

Spor 2

Krafa: Stjórnandi og hundur þurfa að hafa lokið spor 1 með góðum árangri

Námskeiðið stendur yfir í 7 vikur = 7 skipti

Námskeiðið fer fram í graslendi á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Hundur þarf að rekja slóð eftir mann í beisli og 15m línu

Hundur á að finna slóðina í ramma 30 x 30 metra og er slóðin orðin 1000 metrar og eru margir vinklar og millihlutir í slóðinni.

Lögð er áhersla á vinnugleði og samstarfsvilja

Hundur á að geta eftir 7 tíma rekið 1000 metra slóð eftir mann og fundið slóð í ramma 30 x30 metra og markerað hluti sem liggja í slóðinni

Það er töluvert labb í þessum tímum og til að ná góðum árangri þarf að æfa reglulega milli tíma

Hér reynir á mann og hund
Þetta sport er hægt að æfa einn og er góð hreyfing fyrir mann og hund

Eftir þetta námskeið á hundur að vera klár í próf í spori 2 eftir reglum HRFI